5.10.2007 | 23:25
Maett a svaedid
Komin til Manchester og er um a agalega f'inu hoteli. Tad er besta er samt ad herna i naestu gotum eru milljon budir sem mer leidist ekki, allt fra HM til merkjabuda. Sem sagt eg er a leidinni i skuldafangelsi a Kvigjabryggju tegar heim er komid.
Fadmlog og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 12:13
Ef þið eruð ekki mjög viðkvæm
skrollið þá aðeins niður, í það minnsta á ég vini sem eru með svona húmor
Ég grét úr hlátri að lesa þetta
Þetta er náttúrulega endalaust fyndið að lesa þetta, gott að hafa þetta í huga þegar maður er á klóinu hvers konar nafn kúkurinn ber sem maður er að skíta. Er það springa æð í enninu hnulli eða rasskinnableytuskítur? Þetta er allt saman spurning sko.. haha..
Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.
Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.
Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.
Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.
Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.
Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.
Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.
Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.
Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.
Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.
Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.
Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og rassgatið á þér með.
Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.
Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.
Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.
Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.
Skopparakúku: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kostur þarf lítið að skeina)
Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.
Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.
Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2007 | 12:09
Manchester
Þá eru bara 5 tímar í flugið. Er á leiðinni til Manchester með betri helmingnum og tengdafjölskyldunni, þar sem karlarnir eru að fara á fótboltaleik. Á meðan ætla ég að gera mitt besta til að tæma hillurnar í verslununum. Er núna í tíma í aðferðafræði sem fer vonandi að verða búin til að ég geti farið heim að pakka niður, er víst ekki seinna vænna. Skrifa um ferðina þegar heim er komið, vona bara a ð kortið brenni ekki yfir
Megið þið eiga góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 20:08
Gott framtak
Leigubílar skipta út gula litnum fyrir bleikan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2007 | 00:26
Er víst frekar töff
skora á ykkur að prófa að taka þetta próf til að sjá hversu miklar nördar þið eruð, ég var ekki nema 8% nörd.
http://www.nerdtests.com/ft_nq.php
Krefst þess líka að fá að vita hversu miklar nördar þið eruð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2007 | 23:50
Ég mæti
Kínversk menningarhátíð sett í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 23:41
Er enn í sömu letinni
og ég hef verið í undanfarið. Mæti samviskusamlega í skóla og vinnu en að mér svo mikið sem detti í hug að taka upp námsbækurnar er til of mikils ætlast. Er reyndar byrjuð á skilaverkefni fyrir aðferðafræðina og alveg búin með 1 heils dæmi sem ég held barasta að sé rétt.
Í gær hitti ég síðan Eidísi vinkonu og litla strumpinn hennar, sem er kominn aftur á spítala í smá eftirlit. Drengurinn er hreint framúrskarandi myndarlegur.
var í vinnunni í dag og eyddi dágóðri stund í þurrka upp vatnsflóð mikið þegar niðurfall stíflaðist, svaka stemming og hlógu íbúarnir mikið af þessum raunum okkar. Eftir vinnu skelli ég mér síðan í 40 ára afmælið hjá Ottó mági mínum. Þar var margt góðra gesta og glatt á hjalla. Einnig var Ottó mjög ánægður með gjöfina, en ég og Snorri og foreldrar þeirra gáfum honum ferð á leik með uppáhaldsliðinu hans, Manchester United. Þannig að næstkomandi föstudag höldum við fimm á stað til Manchester, gleði gleði og verðum þar fram á mánudagskvöld.
Kveðja úr seljunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 22:42
Leti í gangi
Það hefur ósköp fátt á daga mína drifið undanfarið. Er bara í skólanum og að vinna og lítið þess undan. Hef þó tvisvar farið að kíkja á litla gaurinn sem Eidís vinkona og Svavar voru að eignast. Framundan í skólanum eru síðan auk lesturs, sem fer lítið fyrir, tvö lokapróf og 3 stór verkefni. Þannig að stemmingin er gríðarleg. En eins og vant er þegar svona mikið er að gera hjá manni þá gerir maður bara sem minnst ekki satt:) En ljósið í þessu er að það styttist í stutta utanlandsferð, engin Egyptalandsferð í þetta sinn, stefni því ótrauðari á að komast til Kína á næstu árum.
Annað mál sem ég hef verið að hugsa mikið um þessa daga er aðskilnaður ríkis og kirkju, sem ég tel nauðsynlegan og lofa ég því að koma með mín rök í því máli fljótlega.
Annars bið ég ykkur bara um að lifa heil og hafið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 21:41
Shame, shame
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 12:35
Huumm
Telur nauðgara stjórnlausan eftir slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Katrín Vilhelmsdóttir
Tenglar
Síður
Eitthvað sem ég skoða og hef gaman af því:)
- Micro-lán Allir að leggja sitt af mörkum
- Kennaraháskólinn
- Vísir
- Siðmennt
- SKY - news
- CNN
- Mogginn
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 592
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar