29.11.2007 | 15:26
Mikilvægt: skora á alla...
að skrifa athugasemdir við þessa bloggfærslu, þarft málefni sem vert er að huga að
http://daudansalvara.blog.is/blog/daudansalvara/entry/378387/#comment845667
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2007 | 17:40
Kannski bara ég
Kirkjan fær ekki skólafrí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 20:41
Bleik í gegn
Hellú hellú
Sama staða hér í raun og veru. Fór aftur á spítalann í síðustu viku og er víst ennþá ristarbrotin og heimtaði læknirinn að skella nýju gifsi á. Eftir samningaumleitanir samþykkti ég það og fékk fagurbleikt gifsi, hvers vegna ekki að hafa dálítið gaman af þessu fyrst maður er að þessu á annað borð. Fer svo aftur í næstu viku og er ég að vonast til að fá göngugifsi og að myndatakan sýni ekki fram á neinar skemmdir í kringum brotið. Samt hálfglatað að vera í þessu ástandi í verkefnavinnu og próflestri, og svo ekki sé minnst á að veikindafríið verður ansi langt þegar upp á báða fætur verður staðið. En sem betur fer er Snorri svo vel upp alinn og vel gerður að hann sér jafnt um mig og að þrifa heimilið og þvottinn. Svei mér þá ef hann er ekki bara ágætis kokkur líka. Svo á ég náttúrulega bara yndislegustu bekkjarfélaga í heimi sem hafa verið í hlutverkum leigubílstjóra, töskubera og sáluhjálpara hlustandi á tuðið í mér. En að öllum ólöstuðum held ég samt að ég verði að tilnefna Önnu Maríu sem samverja ársins í þessu máli.
Froskurinn okkar hann Karías dó fyrir viku síðan þannig að núna um helgina fórum við og keyptum nýjan félaga handa Baktusi, sem reyndar hefur seinna nafnið Íþróttaálfur. Sá nýji byrjaði á því að labba yfir hausinn á Baktusi og höfum við skýrt hann Herkúles, þeir virðast samt vera sælir og sáttir með lífið og tísta allan daginn.
En best að henda sér í siðfræðina og reyna að koma einhverju frá fyrir svefninn en ég hendi inn einni mynd af því bleika
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2007 | 12:27
Ótrúlega sorglegt
Var á mínum venjulega morgunrúnti á netinu að lesa hina ýmsu fréttamiðla þegar ég rakst á þetta myndband. Það sýnir þær aðstæður sem þroskahamlaðir og geðfatlaðir þurfa að búa við á ýmiskonar stofnunum í Serbíu. Það er rosalega erfitt að sjá þetta og geta ekkert gert. Þrátt fyrir að maður sé oft að kvarta yfir því hvernig staða þessara hópa getur verið hér á landi getur maður í raun ekki verið annað en þakklátur. Vil bara vara ykkur við því að þetta er sorglegt myndband á að horfa.
http://www.cnn.com/video/#/video/world/2007/11/16/miller.serbia.disabled.ITN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2007 | 09:30
Yndislegar tvær vikur:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.10.2007 | 23:37
Allir að opna linkinn
Ég sá þennan hlekk á bloggsíðu konu að nafni Ásdís Sigurðardóttir. Þar er hún og fleiri að óska eftir stuðningi við hóp öryrkja sem eru að mótmæla þeim aðferðum sem Tryggingarstofnun notar. Hún útskýrir þetta nánar á sínu bloggi http://asdisomar.blog.is/blog/asdisomar/entry/340181/
og ef þið opnið skjalið þá er einnig meira um útskýringar.
http://www.petitiononline.com/lidsauki/
PS Ég er að sjálfsögðu búin að kvitta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2007 | 23:27
Þörf lesning
Skora á ykkur að skoða þetta blogg hjá honum Magnúsi Korntop. Þarna er hann að benda á hvað getur farið úrskeiðis í búsetumálum fatlaðra. Þar sem ég vinn á sambýli og hef gert í mörg ár auk þess að vera að læra þroskaþjálfann þá er þetta mál sem sem er mér mjög hugleikið. Það hafa allir gott af því að lesa þetta og sjá að við erum ekki öll jafn heppin. Magnús er snilldarpenni og gaman að lesa það sem hann skrifar.
http://korntop.blog.is/blog/korntop/
PS. Skyldustörfum kvöldsins lokið og búið að þrífa búrið hjá froskunum og gera fínt hjá þeim. Auk þess erum við skötuhjúin búin að taka það að okkur að passa hund fyrir frænku mína um helgina sem verður ágætisupplyfting frá því að lesa fyrir siðfræðiprófið. Þó siðfræði sé skemmtilegt fag þá er rosalega svæfandi að lesa þetta efni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 22:40
Enn ekki hvað
Vatíkanið vísar samkynhneigðum presti á dyr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 22:19
Jesus Camp
Miðvikudagskvöldið síðasta horfði ég á heimildarmyndina Jesus Camp og átti varla til aukatekið orð. Að heyra barn segja að það hafi frelsast fimm ára því hann vantaði einhverja lífsfyllingu. Predikarinn að segja að Harry Potter sé afurð satans. Ung stúlka grátandi því dans er hennar áhugamál og hún dansar fyrir guð, en verður stundum holdleg í hreyfingum sem er synd!!!
A growing number of Evangelical Christians believe there is a revival underway in America that requires Christian youth to assume leadership roles in advocating the causes of their religious movement. Jesus Camp follows a group of young children to Pastor Becky Fischer´s "Kids on fire summer camp", where kids are taught to become dedicated Christian soilders in god´s army and are schooled in how to take back America for Christ. The film is a first-ever look into an intense training ground that recruits born-again Christian children to become an active part of America´s political future.
Mér fannst þetta velgerð og góð heimildarmynd en það sem hún sýndi fannst mér stundum hreinlega ógnvekjandi. Börn hágrátandi vegna synda, rautt tape sem á stendur LIFE límt yfir munninn á börnunum og þau látin mótmæla fóstureyðingum. Predikarinn sífellt að tala um hvað felst í syndinni á meðan hún hefur til að bera 2 af dauðasyndunum. Hégómann, var að laga á sér hárið með meira sprey en ég nota á ári, og var síðan að spyrja hvort hún liti ekki vel út. Einnig var hún ansi frjálslega vaxinn og greinilega mikið fyrir góðan mat og þar kemur ofátið. Hvað er að fólki sem sendir börnin sín í svona sumarbúðir. Þó ég sé trúlaus þá geri ég mitt besta til að virða trú annarra, en það sem maður sér í þessari mynd tekur bara fram yfir öll þau mörk sem eðlileg geta talist. Sendið þau frekar í Vatnaskóg eða bara eitthvað annað en í Jesus Camp
Hérna er smá partur úr myndinni og svo er hægt að downloada henni allri, sem ég reyndar hvet ykkur til að gera.
http://www.youtube.com/watch?v=6RNfL6IVWCE
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 22:36
Heima heima heima
Er komin heim með alla pinklana og skólinn tekinn við. Mikið um að vera framundan en auk alls sem skólanum fylgir þá er ég að fara plokka af mér eins og 2 fæðingarbletti, vilja enn fylgjast með eftir æxlisdæmið en það verður gert á mánudaginn 29, svo er vinna, skóli og verkefnaskil á þriðjudegi, á miðvikudeginum eru það síðan hinir langþráðu tónleikar með Andrea Bocelli. Fimmtudaginn mun ég síðan halda norður á Akureyri með mínu fólki en þau eru að fara að keppa á Íslandsmeistaramótinu í Boccia. Sem sagt nóg að gera, skelli líka inn færslu fljótlega um myndina Jesus Camp sem vakti hreinlega hjá mér óhug.
Góða helgi -faðmlög og kossar vinir fjær og nær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Katrín Vilhelmsdóttir
Tenglar
Síður
Eitthvað sem ég skoða og hef gaman af því:)
- Micro-lán Allir að leggja sitt af mörkum
- Kennaraháskólinn
- Vísir
- Siðmennt
- SKY - news
- CNN
- Mogginn
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 592
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar