26.11.2007 | 20:41
Bleik í gegn
Hellú hellú
Sama staða hér í raun og veru. Fór aftur á spítalann í síðustu viku og er víst ennþá ristarbrotin og heimtaði læknirinn að skella nýju gifsi á. Eftir samningaumleitanir samþykkti ég það og fékk fagurbleikt gifsi, hvers vegna ekki að hafa dálítið gaman af þessu fyrst maður er að þessu á annað borð. Fer svo aftur í næstu viku og er ég að vonast til að fá göngugifsi og að myndatakan sýni ekki fram á neinar skemmdir í kringum brotið. Samt hálfglatað að vera í þessu ástandi í verkefnavinnu og próflestri, og svo ekki sé minnst á að veikindafríið verður ansi langt þegar upp á báða fætur verður staðið. En sem betur fer er Snorri svo vel upp alinn og vel gerður að hann sér jafnt um mig og að þrifa heimilið og þvottinn. Svei mér þá ef hann er ekki bara ágætis kokkur líka. Svo á ég náttúrulega bara yndislegustu bekkjarfélaga í heimi sem hafa verið í hlutverkum leigubílstjóra, töskubera og sáluhjálpara hlustandi á tuðið í mér. En að öllum ólöstuðum held ég samt að ég verði að tilnefna Önnu Maríu sem samverja ársins í þessu máli.
Froskurinn okkar hann Karías dó fyrir viku síðan þannig að núna um helgina fórum við og keyptum nýjan félaga handa Baktusi, sem reyndar hefur seinna nafnið Íþróttaálfur. Sá nýji byrjaði á því að labba yfir hausinn á Baktusi og höfum við skýrt hann Herkúles, þeir virðast samt vera sælir og sáttir með lífið og tísta allan daginn.
En best að henda sér í siðfræðina og reyna að koma einhverju frá fyrir svefninn en ég hendi inn einni mynd af því bleika
Um bloggið
Katrín Vilhelmsdóttir
Tenglar
Síður
Eitthvað sem ég skoða og hef gaman af því:)
- Micro-lán Allir að leggja sitt af mörkum
- Kennaraháskólinn
- Vísir
- Siðmennt
- SKY - news
- CNN
- Mogginn
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 592
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottust ertu kona takk fyrir hlýjar kveðjur.
Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 00:39
ég samhryggist með froskinn en til hamingju með Iþróttaálfinn
bleikur rúlar
kv.
Þurý (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:33
Takk fyrir tilnefninguna... Ég vil nú nota tækifærið og þakka þér fyrir stuðningin í dag... er óendanlega þakklát fyrir hann... Sjáumst hressar á morgun..
Knús og Kram
Anna María (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:56
Stendur þig eins og hetja
Hildur Ýr (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.