8.11.2007 | 09:30
Yndislegar tvær vikur:)
Seinustu tvær vikur hafa verið frekar skrautlegar hjá mér. Mánudaginn í síðustu viku fór ég og það voru skornir í burtu tveir litlir fæðingarblettir. Á miðvikudeginum átti ég síðan góða kvöldstund með Hildi vinkonu á þegar við fórum á Andrea Bochelli tónleikana, hefur aðdáun mín á manninum bara aukist. En síðan hófst fjörið, á fimmtudeginum fékk ég hina þrælskemmtilegu ælupest sem mér gekk ekki að yfirvinna og endaði ég núna mánudaginn síðasta á bráðamóttöku með vökva í æð og einhver ógleðilyf. Á þriðjudeginum var ég farin að hressast en tók þá uppá því að missa hreinlega lappirnar í stiganum heima hjá mér og endaði aftur á spítalanum, í þetta skiptið ristarbrotin. Ég er sem sagt farin að hallast að því að það sé einhver óheillastjarna yfir mér þessa dagana. En ég verð samt að segja að ég á yndislegan mann sem snýst í kringum mig, ekki eru bekkjarsystkini mín heldur slæm:) Anna María þvældist með mér á spítalann í gær og hékk þar með mér og svo hafa þau verið að hringja í mig og athuga með mig og bjóða fram aðstoð sína. Hugs and kisses
Um bloggið
Katrín Vilhelmsdóttir
Tenglar
Síður
Eitthvað sem ég skoða og hef gaman af því:)
- Micro-lán Allir að leggja sitt af mörkum
- Kennaraháskólinn
- Vísir
- Siðmennt
- SKY - news
- CNN
- Mogginn
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 592
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu dúllan mín ... var að spá í hvort ekki væri hægt að fá stórar bómullar- rúllur og vefja þér inn fram að jólum En allt er þegar þrennt er!
Kolla (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:24
Hrakfalladísin mín þar sem þú ert þokkafull á skautum ertu náttúrulega bara geðveikt sexý á hækjum Spurning hvort verri helmingurinn þinn þurfi ekki að fara að gæta af þeim betri sínum en honney þú veist að þú átt mig að jafnt í nauðum sem vellystingum svo ekki hika kallaðu og ég mæti gallvösk í galla með súpermann merki og bjarka þér.
Hugs and kisses
Kristín Snorradóttir, 8.11.2007 kl. 23:40
Hummmm...bjarka þér.....nei bjarga þér....... hver er þessi bjarki?????????????
Kristín Snorradóttir, 8.11.2007 kl. 23:41
Ég segi eins og Kolla, allt þegar þrennt er.... nú er bara bjart framundan og allar hrakfarir að baki 7,9,13..... Knús og Kram
Anna María (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:12
Bara að kasta inn kveðju.... vona að ristinn sé betri.....knús
Kristín Snorradóttir, 12.11.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.