29.3.2007 | 16:21
Tekið af vef félagsmálaráðuneytisins
Snilldarframtak og maður vonar að þetta er það sem koma skal í þjónustu við fatlaða:
Öndunarvélaþjónusta veitt
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma á tilraunaverkefni til tveggja ára um svonefnda notendastýrða þjónustu sem mun taka til fjögurra til sex einstaklinga sem þurfa á öndunarvélaþjónustu að halda vegna sjúkdóma eða slysa. Þjónustan gerir þeim kleift að fara ferða sinna og taka virkan þátt í samfélaginu með hjálp aðstoðarmanna í stað þess að vera bundnir öndunarvél á hjúkrunarstofnun.
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tilkynntu í um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á ráðstefnunni mótum framtíð um félagslega þjónustu á Nordica hotel í dag.
Þetta varðar sjálfræði, lífsgæði og mannlega reisn og er kærkomin viðbót við þá fjölbreyttu þjónustu sem veitt er þeim sem búa við fötlun hér á landi, sagði Magnús Stefánsson.
Þetta er stórkostlegur áfangi í því að veita tilteknum hópi einstaklinga tækifæri til að búa áfram heima en ekki á stofnun, sagði Siv Friðleifsdóttir.
Ákvörðunin byggist á tillögum nefndar um notendastýrða þjónustu sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytisins. Þessi tilhögun tíðkast orðið nokkuð í nágrannalöndum okkar, einkum á Norðurlöndum, og er upprunnin í Danmörku.
Evald Krog, formaður Muskelsvindfonden í Danmörku, sem sjálfur nýtur þjónustu af þessu tagi heima og heiman, hefur ásamt Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND-félagsins, verið ötull talsmaður þjónustu af þessu tagi. Þeir tóku báðir þátt í blaðamannafundinum þar sem tilraunaverkefnið var kynnt.
Þessi ákvörðun markar tímamót, sagði Evald Krog. Ég óska bæði stjórnvöldum og íslensku þjóðinni til hamingju.
Ég anda léttar í dag, sagði Guðjón Sigurðsson. Í dag er hátíð fyrir okkur MND-veika og fleiri. Viðhorfsbreyting er það sem við þurftum og kjarkur ráðamanna til að fara nýjar leiðir.
Þjónustan verður einkum veitt á vettvangi félagsmálaráðuneytisins en heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið annast fræðslu og þjálfun starfsfólks og útvegar nauðsynlegan tækjabúnað.
Um bloggið
Katrín Vilhelmsdóttir
Tenglar
Síður
Eitthvað sem ég skoða og hef gaman af því:)
- Micro-lán Allir að leggja sitt af mörkum
- Kennaraháskólinn
- Vísir
- Siðmennt
- SKY - news
- CNN
- Mogginn
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.