Er að verða gráhærð

Búin að eyða ófáum stundum í verkefni sem er að gera mig brjálaða. Það er sama hvað ég geri og hverju ég breyti, ég einfaldlega er aldrei nógu ánægð með það. Eyddi deginum með Önnu Maríu á bókasafninu við lærdóm. Annars brugðum við skötuhjúin okkur af bæ seinnipartinn og héldum í Húsasmiðjuna. Spenningurinn fyrir flutningana farinn að segja til sín og því fórum við að kaupa pensla, límband og fleira smádót Whistling . Notuðum líka tækifærið og heimsóttum bæði Hörpu og co og Láru og son, enduðum síðan á Ruby Tuesday í kvöldmat. Framundan er síðan fríhelgi í vinnunni sem fer í að skrifa eins og eitt stykki ritgerð um krabbamein:orsakir, afleiðingu, nýgengi og meðferð. Bið annars að heilsa í bili og góða nótt
PS hef eitthvað lítið gáfulegt að segja núna 


Hvað er vandamálið?

Skil ekki alveg hvað er vandamálið á bakvið það að samþykkja ekki táknmál sem móðurmál heyrnarlausra. Ég í það minnsta lít á það sem sjálfsagt mál að svo verði sem allra fyrst. Vonum bara að þetta gangi í gegn á næsta þingi.
mbl.is Yfirlýsing frá Félagi heyrnarlausra vegna frumvarps um táknmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútíma prinsessa

Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og
sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir
vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi
nálægt kastalanum sínum.

Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var
eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á
mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég
raunverulega er.

Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum. Þú
getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og
fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.

Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum
- og hló lágt með sjálfri sér: Yeah right!

Áhugaverð skýrsla

 Ef einhver hefur áhuga er þetta gríðarlega áhugaverð skýrsla, unnin í Bretlandi og wales, um þau vandamál sem þroskahamlaðir og fólk með geðræn vandamál mætir innan heilbrigðiskerfisins og leiðir til að leysa þessi vandamál. Einnig eru tekin sláandi dæmi um ýmsa sjúkdóma sem geta hrjáð þessa hópa og bent á að þau fá ekki sérstakt eftirlit þrátt fyrir að vera í áhættuhóp. Nokkuð löng skýrsla en mjög áhugaverð eins og ég sagði en einnig er hægt að lesa auðlesna útgáfu af skýrslunni. 

 

http://www.drc-gb.org/library/publications/health_and_independent_living/health_formal_investigation.aspx


Aftur í Breiðholtið

Þá er maður orðinn fullorðinn og búinn að kaupa sér fasteign í samræmi við það með mínum ektamanni. Fáum afhent miðjan apríl sem þýðir að sjálfsögðu að próflesturinn færist aðeins aftar á forganglistannGrin. Stefnum líka að því að fá okkur hund svona til að fylla upp í rýmið.

 

 


Þá er komið að því

sem ég er búin að hóta lengi, loksins farin að blogga. Kannski ekki skrítið að það gerist nákvæmlega núna þegar maður á að vera að læra og gera verkefni. Er ekki alveg búin að læra á þetta kerfi en það hlýtur að koma. Læt þetta duga í bili en núna er ég á næturvakt og hef verið ferskari.

 

Kveðja Kata

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Katrín Vilhelmsdóttir

Höfundur

Katrín Vilhelmsdóttir
Katrín Vilhelmsdóttir
I want to believe
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...018
  • Egyptaland1 227
  • Egyptaland1 086
  • Myndir 077
  • ...twinpeaks

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband