Ekki að standa mig

Hef ekki verið að standa mig í blogginu undanfarið en síðustu mánuðir hafa verið frekar skrautlegir en þegar maður liggur heima í gifsi er svo sem ekki mikið af manni að segja. En það er helst í fréttum núna að ég er laus úr gifsinu og ristin lítur bara þokkalega út en ég verð þó í sjúkraþjálfun áfram eftir áramót til að bjarga restinni. Daginn sem ég losnaði úr gifsinu fékk ég síðan útúr tölvusneiðmynd sem ég fór í og fékk þá að vita að ég er komin með brjósklos en það er líklegast eitthvað sem hefur gerst þegar ég datt, ég hló svo mikið þegar læknirinn hringdi með þessar fréttir að hún hélt ég væri í sjokki. Það var þó ekki málið heldur ölu heldur er þetta bara að verða frekar fyndið þessi slysasaga undanfarið. Ég stóla þó á að nú sé þessu lokið og að nýtt ár verði stóráfallalaust.

Annars voru jólin stórfín en ég er greinilega eitthvað að misskilja hlutina því þó ég sé búin að vera á beit þá er kílóunum að fækka. Átti frí á aðfangadag sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð og vorum við í mat hjá tengdagenginu. Svo er kosturinn við að vera barnlaus að maður er ennþá að fá fullt af pökkum. Auk þess fengum við Önnu Björgu vinkonu mína, Chris manninn hennar og dóttur þeirra Christinu Lind í mat á annan í jólum og var það mjög gaman því þau búa í Þýskalandi og maður sér þau svo sjaldan.

Ætluðum norður yfir áramótin en veðrið bauð ekki upp á það þannig að nú er kalkúnabringan í ofninum og við skötuhjúin ætlum að vera tvö heima í kæsingunni. Svo er maður bara að bíða eftir því að skólinn byrji aftur en síðasta önn var straujuð með glæsibrag. Þessi önn verður líka skemmtileg og frábrugðin því við erum að fara í starfsnám í sex vikur.

Lofa að skrifa eitthvað af viti fljótlega og þá ekkert svona raus, lifið heil og hafið það öll gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

She´s alive  

Gleðilegt ár sæta, ég verð nú að segja að færslan þín gerði mig öfundsjúka, ég hef legið í átinu eins og aðrir en ekki lést gramm, heldur þyngst

Hlakka til að sjá þig þegar skólin byrjar. Þú mætir svífandi í ballerínukjól en ég kjagandi í andarbúning

Eigðu góðar stundir

Kærleikur og knús.

Kristín Snorradóttir, 1.1.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Katrín Vilhelmsdóttir

Höfundur

Katrín Vilhelmsdóttir
Katrín Vilhelmsdóttir
I want to believe
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...018
  • Egyptaland1 227
  • Egyptaland1 086
  • Myndir 077
  • ...twinpeaks

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband