8.9.2007 | 21:41
Shame, shame
Átti hreint alveg ágætan dag í dag. Fór í vinnuna á milli 9-13 svona til að vinna aðeins af mér fyrir þá næstu. Skellti mér svo heim í aðeins skárri föt og smurði niður mestu fellingarnar í andlitinu. Renndi svo úr hlaði á Yarisnum að sækja hana Eidísi a.k.a. keiko þessa dagana. Við fórum í Ikea og náðum að versla helling af engu sem okkur vantaði. Meðal annars var Eidís að kaupa hnífapör handa rétt svo ófæddum syni sínum. Þaðan lá leiðin í Smáralindina til að ná í símakort handa Svavari sem var rændur símanum sínum í gær. Það var þá sem ég fékk frekar neyðarlegt símtal frá Ásgeiri frænda mínum og hann segir "mín mætti bara ekki í skírnina". Ég bara nei hún er á morgun, fór hann þá að hlæja og sagði að skírnin sjálf væri yfirstaðin en veislunni enn ekki lokið. Þannig að þá var ekkert annað en að láta Krissu sys skella sér í föt, næsta símtal var til betri helmingsins og honum sagt að fara í jakkafötin. Við mættum sem sagt tveim tímum of sein í skírnina, svona frekar framlág en okkur var mjög vel tekið og talsvert grín gert af minninu sem sýnist vera talsvert eldra heldur en lífaldur minn. Eins gott samt að hann hringdi því það hefði verið fjandi vandræðalegt að mæta í veisluna degi of seint. En það styttist í að ég verði týpan sem gengur um með post-it miða
Um bloggið
Katrín Vilhelmsdóttir
Tenglar
Síður
Eitthvað sem ég skoða og hef gaman af því:)
- Micro-lán Allir að leggja sitt af mörkum
- Kennaraháskólinn
- Vísir
- Siðmennt
- SKY - news
- CNN
- Mogginn
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 592
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ skvís, hef það fínt hér fyrir norðan. Kem suður seinnipartinn a morgun. Æi leiðinlegt með skírnina því ég veit að þú varst svo spennt að fara í hana en gott samt að þú náðir veislunni.
Sé þig á þrið skvís.
Anna María (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 16:42
Hehehe post it girl........
Stína (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:04
Hæ skvís. Farðu nú að láta þér batna ég er nú bara farinn að sakna þín.
Kristín Snorradóttir, 21.9.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.