Sorglegt

Að fötluð börn skuli vera í 50% meiri áhættu á því að verða fyrir kynferðisofbeldi en önnur börn er eitthvað sem má að mestu koma fyrir. Númer 1,2 og 3 er að veita þeim fræðslu og kynfræðslu, hvað má hvað má ekki og svo framvegis og nota réttu orðin yfir kynfærin. Einfaldlega grípa til aðgerða.
mbl.is Fötluð börn líklegri til að verða fyrir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Því miður held ég að þetta sé ekki svo auðvelt. Vandamálið er ekki að fræða þau heldur að alltof margir koma að lífi þessara barna. Börn sem eru fötluð eru varnarlaus, þau geta oft ekki tjáð sig fullkomlega og þurfa oft að dvelja á einhvers konar dvalarheimilum. Á dvalarheimlum er hröð mannaskipting, enda illa borgað og mikið álag, þannig að starfsmenn dvelja yfirleitt stutt við.  Þar er mikil mannekla þannig oft er stór hluti starfsmanna ómenntaður með enga reynslu af börnum.   mannlegi þátturinn í samfélaginu yrði virtur meir og launin færi ekki öll til starfsmanna á skrifstofum og yfirmannastöðum, er ég viss um þetta væri betra.  Fyrsta skrefið væri að sýna þessum börnum þá virðingu að ráða(launa og umbuna) fært fólk sem er tilbúið að vera til frambúðar.  

Ég vil taka fram að ég veit að það er fullt af færu fólki, sem vinnur í slíkum störfum og leggur sig alla fram. En því miður ekki nóg.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.4.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Fræðsla er náttúrlega alltaf af hinu góða en ég bendi á að sum fötluð börn hafa ekki þann málskilning né þann þroska til að taka á móti þess háttar upplýsingum.  Og svo alls óvíst að þau séu fær um að segja frá ef eitthvað hefur gerst.  Væntanlega þessvegna sem þau eru svona "heppileg" fórnarlömb.  Erfitt mál að eiga við en þarf að taka á því á mörgum vígstöðvum og ekki slá slöku við.

Kveðja, Þórdís

Þórdís Guðmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Það er rétt að þau eru misvel í stakk búin til að læra um svona hluti og tjá sig um þá en dæmin sanna að í sumum tilfellum hefur fræðsla bæði komið í veg fyrir misnotkun og komið upp um gömul dæmi. Það yrði aldrei hægt að koma í veg fyrir alla misnotkun með fræðlsu en hægt að fækka tilfellunum verulega. Það er líka heldur engan vegin svo að alir þroskahamlaðir séu ekki færir um að tjá sig, þó sumir tjái sig kannski ekki með orðum má lesa margt útúr breytingum á líðan þeirra. Einnig þyrfti að gera betur við það starfsfólk sem velur sér að starfa við málefni fatlaðra og þroksahamlaðra svo að fólk haldist í starfi og hægt sé að velja hæfasta fólkið. En ég vil þó meina að fræðslan sé nauðsynleg til að fækka tilfellum misnotkunar, einnig fræðsla um þessi mál fyrir þá sem starfa með þroskahömluðum. Það þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn því að málin geta verið erfið viðureignar, þá er bara að leyta leiða sem henta hverjum og einum. Ég hef unnið með þroskahömluðum í nokkuð mörg ár og er nú að læra þroskaþjálfann og hef séð hvernig fræðsla til þeirra sem glíma við þroskahömlun sem og þeirra sem vinna fyrir þau hefur skilað sér.En auðvitað er málið flókið og margt sem þarf að huga að.

Kveðja Kata 

Katrín Vilhelmsdóttir, 22.4.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Katrín Vilhelmsdóttir

Höfundur

Katrín Vilhelmsdóttir
Katrín Vilhelmsdóttir
I want to believe
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...018
  • Egyptaland1 227
  • Egyptaland1 086
  • Myndir 077
  • ...twinpeaks

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband