Ákveðið að byrja aftur að blogga

Ég hef ákveðið að byrja aftur að blogga þar sem það er mikið um að vera í lífi mínu þessa dagana og margir sem eru að fylgjast með og er þetta því einfaldasta leiðin. Staðan er sem sagt sú að á síðasta ári fór ég í þrjár brjósklosaðgerðir og núna í vor þegar ég var að verða nokkuð góð þá greindist ég með krabbamein í annað sinn og öllu verra nú. Ég greindist sem sagt með sortuæxli í eitlum undir vinstri hendi og þurfti að fjarlægja þá alla ásamt nærliggjandi vef. Síðan tók við geislameðferð sem er 25 skipti eða alla virka daga í fimm vikur og verð ég hálfnuð á morgun. Geislarnir hafa síðan valdið því að hendin er bólgin, ég er alltaf þreytt og skapið hálf sveiflótt.

Ég á þó góða að og einnig hef ég farið í Ljósið sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og blóðsjúkdóma. Það er ekki mikið mál að fara í geislana sjálfa en starfsfólkið á geisladeildinni er frábært og gerir þetta auðveldara en hér http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/timaritpages/T2853BC4699FD3F5000256FBF004C32D0/$file/Geislamedferd.pdf má lesa nánar um meðferðina sjálfa. Síðan fer ég á Stykkishólm í verkjameðferð útaf bakinu og síðan tekur við svokölluð Interferon-lyfjameðferð en um hana vill ég sem minnst vita í biliCrying en hún tekur eitt ár í heildina. Það ljósa í þessu öllu er samt að í ágúst fer ég með mínum heittelskaða í vikuferð til London þar sem söfnin verða tækluð og jafnvel farið á fótboltaleik.

Þetta blogg verður ekki eitthvað neikvætt væl heldur hef ég hugsað þetta sem útrás fyrir það sem ég er að ganga í gegnum og ef einhverjir hafa áhuga geta þeir fylgst með.

Kveðja Kata krabbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gamla viltu ekki kalla þig kötu krabba það er kata meiriháttar sem hefur verið í gegnum árin amk á mínu heimili.

held það sé gott að blogga - fín útrás fyrir svona stöðu - flott hjá þér!

handakrikaást með fl

kv Eidís

Eidís Anna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 19:45

2 identicon

Kata þú ert algjör hetja og tæklar þetta með stæl eins og allt annað

Luv Linda

Linda Björk (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 21:34

3 identicon

Blessuð Kata,

 ráfaði hingað inn af fésinu af einskærri forvitni um hvað á daga gamallar vinkonu hefur drifið. Hafði ekki hugmynd um hvað þú hefur mátt glíma við síðustu ár fyrr en nú. Sé að góða skapið hefur ekki yfirgefið þig - man þig einhvern veginn alltaf með bros á vör að spá í hverju ætti að taka upp á næst!!

Gangi þér vel í baráttunni, veit þú massar þetta.

Knús og kveðja,

Fríða

Fríða Aðalgeirs (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 23:25

4 identicon

Hæ hæ sæta. datt inn á þessa síðu hjá þér í gegnum facebook og ákvað að skilja eftir mig smá kveðju. Leiðinlegt að heyra með öll þessi veikindi þín en ég veit að þú tæklar þetta eins og allt annað :) Gangi þér ótrúlega vel og hugur minn er hjá þér.

Knús og kossar

Kveðja þín gamla vinkona Berglind

Berglind Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Katrín Vilhelmsdóttir

Höfundur

Katrín Vilhelmsdóttir
Katrín Vilhelmsdóttir
I want to believe
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...018
  • Egyptaland1 227
  • Egyptaland1 086
  • Myndir 077
  • ...twinpeaks

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband